Púki ritvilluvörn

Púki fyrir Office 2013 er kominn út !

Púki ritvilluvörn nýtist til yfirlestrar á íslenskum texta en Púki les yfir og leiðréttir texta sem unninn er í forritum Office pakkans, t.d. Word, Outlook eða Powerpoint fyrir Windows. Púki getur skipt orðum milli lína og hægt er að láta hann læra ný orð. Ritvilluvörnin inniheldur einnig beygingaforrit til að skoða myndir orða og samheitaorðasafn sem hægt er að leita í jafnóðum og skrifað er. Púkinn er ekki nothæfur í Mac umhverfi, enn sem komið er.

Heimilisleyfi Púkans gildir fyrir allt að fimm tölvur á einu heimili. Öllum skráðum eigendum Púka býðst aðstoð við notkun og uppsetningu forritsins, annað hvort í gegnum síma eða tölvupóst. Á geisladisknum með Púka fylgir handbók uppfull af fróðleik um hvernig hægt er að nota forritið. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í gegnum þjónustuvefinn okkar.

Púkinn er sniðinn til notkunar í innbyggðu yfirlestrarkerfi Microsoft og er forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Stillingar á yfirlestri fara alfarið fram í yfirlestrarkerfi Microsoft Office pakkans.

Athugið að neðangreint verð er eingreiðsla, ekki árgjald – Púkinn er seldur til eignar. Ef uppfærslur þarf á Púka eru þær seldar sérstaklega, og þá á sérstöku uppfærsluverði til skráðra notenda Púkans. Púkinn er afhentur á diski og afhendingartíminn er 1-2 dagar.

Uppfærslur úr eldri útgáfu Púka eru boðnar á sérstökum kjörum. Frekari upplýsingar má fá með því að hafa samband við söludeild, á netfangið sala@puki.is eða í síma 561-7273.

Púki ritvilluvörn nýtist til yfirlestrar á íslenskum texta en Púki les yfir og leiðréttir texta sem unninn er í forritum Office pakkans, t.d. Word, Outlook eða Powerpoint fyrir Windows. Púki getur skipt orðum milli lína og hægt er að láta hann læra ný orð. Ritvilluvörnin inniheldur einnig beygingaforrit til að skoða myndir orða og samheitaorðasafn sem hægt er að leita í jafnóðum og skrifað er.

Púkinn er sniðinn til notkunar í innbyggðu yfirlestrarkerfi Microsoft og er forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Stillingar á yfirlestri fara alfarið fram í yfirlestrarkerfi Microsoft Office pakkans.

Fyrirtækjaútgáfuna er hægt að setja miðlægt upp á netþjón þannig að notendur sækja Púka þaðan og setja upp á útstöð sína. Með þessum hætti er auðvelt að setja Púkann upp, bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki. Fjöldi fyrirtækja, skóla, stofnana og einstaklinga eru meðal ánægðra notenda Púka.

Skólar og góðgerðarstofnanir njóta 25% afsláttar af upphafsgjaldi. Afslátturinn gildir ekki við uppfærslur.

Uppfærslur úr eldri útgáfu Púka eru boðnar á sérstökum kjörum. Frekari upplýsingar má fá með því að hafa samband við söludeild, á netfangið sala@puki.is eða í síma 561-7273.

Uppsetning og notkun:

Leiðbeiningar fyrir notkun Púkans er að finna í hjálparsíðunum. og jafnframt í PDF-handbókinni sem fylgir á DVD-diskinum. Þá má alltaf hafa samband við tækniþjónustuna ef upp koma vandamál.

Notendaskilmálar:

Vél- og hugbúnaðarkröfur:

  • Windows stýrikerfi
  • Microsoft Office XP
  • Microsoft Office 2003
  • Microsoft Office 2007
  • Microsoft Office 2010
  • 10 MB laust diskpláss

Sækja Reynsluútgáfu

7.500 KR.

Kaupa eintak


1993-2013 © Friðrik Skúlason ehf. · Þjónusta: puki@puki.is · Söludeild: sala@puki.is · Sími 561 7273