Púki fyrir PC og Mac, fyrirtæki

Fyrirtækjaútgáfa ritvilluvarnarinnar Púki  er hönnuð til að gera yfirlestur og villuleit í íslenskri stafsetningu sem þægilegastan fyrir starfsmenn  fyrirtækja. Púkinn leiðréttir td.  skýrslur, áætlanir, fundargerðir  og annan texta sem fyrirtækjum er annt um að vera rétt stafsettur.

Púkinn leiðréttir íslenskan texta í  Microsoft Office 2013 / 2016 / 2019 og Office 365. Púkinn leiðréttir í Office 365 pakkanum svo framarlega að sá pakki sé uppsettur á harða drifi tölvunnar. ( ekki unnið á netinu)
Púkinn leiðréttir með því að skoða hvert orð fyrir sig og athuga hvort það sé rétt "stavsett".
Púkinn kemur síðan með tillögur að rétt stafsettu orði. Púki getur leiðrétt texta jafnóðum og skrifað er, eða þegar textagerð er lokið.
Púki leiðréttir svokallaða þágufallssýki (  Dæmi; "Mér langar" í  "Mig langar" )

.Púki beygir öll nafnorð, sagnorð og lýsingarorð sem á annað borð beygjast, í öllum föllum eintölu og fleirtölu. Kemur sér oft vel!

Púki er með samheitaorðabók og getur því flett upp samheitum orða í texta. Afskaplega þægilegt  fyrir td.skýrslur og ritgerðir.

Fyrirtækjaútgáfuna er hægt að setja miðlægt upp á server, td. sem MSI skrá fyrir PC vélar, þannig að notendur sækja Púkann þaðan og setja upp á útstöð sína. Með þessum hætti er auðvelt að setja Púkann upp, bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki.
Fjöldi fyrirtækja, skóla, stofnana og einstaklinga eru ánægðir notendur Púkans.


HELSTU KOSTIR
 • Stafsetningar- og innsláttarvillur úr sögunni. 
 • Þágufallssýki úr sögunni.
 • Beygingarforrit og samheitaorðasafn innanborðs.
 • Öflugt orðasafn sem hefur verið stækkað jafnt og þétt síðan Púki kom fyrst á markað árið 1987. 
 • Einfaldur í uppsetningu og notkun. 
 • Ýtarleg handbók um notkun og möguleika Púkans fylgir. 
 • Tekur lítið pláss. 
 • Ekkert mánaðargjald, forritið er til eignar. 
 • Framúrskarandi þjónusta við forritið. 
 
KRÖFUR fyrir PC;
 • Windows stýrikerfi
 • Microsoft Office  2013 / 2016 / 2019 og Office 365
 • 13 MB laust diskpláss
Kröfur fyrir MAC;
 •  MAC stýrikerfi
 • OS X 10.6.8 eða nýrra
 •  Styður Microsoft Office 2011 / 2016 / 2019 og Office 365
 •  Styður þau forrit sem nota kerfislægan yfirlestur á Mac,t.d: Entourage, Pages 4, OpenOffice (LibreOffice 4.1.4, Apache OpenOffice 4.0.1), Textedit og fleiri.
 • 13Mb laust diskapláss