Ritvilluvörnin Púki er öflugasta leiðréttingarforrit sem til er fyrir íslenska tungu.
Heimilisútgáfa ritvilluvarnarinnar Púki er ætluð fyrir heimili og gildir fyrir þær tölvur sem á einu heimili eru, allt að fimm heimilistölvur.
Heimilisútgáfan fyrir
PC leiðréttir íslenskan texta fljótt og örugglega í
Office 2013 / 2016 / 2019 og Office 365. Púki fyrir
PC leiðréttir því í Word, Outlook, Powerpoint og öðrum forritum Office pakkans. Til þess notar Púkinn innbyggt yfirlestrarkerfi Microsoft Office. Púkinn leiðréttir í
Office 365 pakkanum svo framarlega að sá pakki sé uppsettur á harða drifi tölvunnar. ( ekki unnið á netinu)
Verð kr.8.800
Heimilisútgáfa Púka fyrir
Mac leiðréttir í Microsoft Office
2011 / 2016, / 2019 og Office 365 ásamt ritvinnsluforritunum Pages, OpenOffice og Textedit. Einnig leiðréttir Púki fyrir
Mac í þeim forritum sem styðja kerfislægan yfirlestur.
Verð kr.8.800
Ef bæði
PC og
Mac tölvur eru á heimilinu þá þarf að kaupa báðar útgáfur. Við veitum 28 % afslátt af þeim pakka.
Verð kr. 12.900.
Eftir kaup er send slóð til að niðurhala Púkann af netinu.
Athugið að þessi verð eru eingreiðslur, ekki árgjald. Púkinn er seldur til eignar þann tíma sem ákveðinn Office pakki er í notkun. Ef Office pakkinn er síðan uppfærður í nýja útgáfu þá þarf einnig að uppfæra Púkann. Uppfærslurnar eru seldar sérstaklega, og þá á sérstöku uppfærsluverði til skráðra notenda Púkans.
Hvað gerir heimilisútgáfa Púkans fyrir þig ?
-
Púki leiðréttir íslenskan texta jafnóðum og skrifað er, eða þegar textagerð er lokið, allt eftir því hvað valið er. Þannig skilar þú af þér rétt stafsettum texta.
-
Púki leiðréttir svokallaða þágufallssýki ( Dæmi; "Mér langar" í "Mig langar" )
-
Púki beygir öll nafnorð, sagnorð og lýsingarorð sem á annað borð beygjast, í öllum föllum eintölu og fleirtölu. Kemur sér oft vel!
-
Púki er með samheitaorðabók og getur því flett upp samheitum orða í texta. Afskaplega þægilegt fyrir td.skýrslur og ritgerðir.
-
Púki skiptir orðum milli lína ásamt því að geta lært ný orð og hugtök.
-
Loks er hægt að láta Púka læra ný orð og hugtök tengd vinnu eða námi.
-
Púkanum fylgir ýtarleg handbók uppfull af fróðleik sem skýrir út flestallt sem viðkemur notkun Púkans á einfaldan hátt.
-
Öllum skráðum eigendum Púka býðst aðstoð við notkun og uppsetningu forritsins, annað hvort í gegnum síma eða tölvupóst.
Uppfærslur úr eldri útgáfu Púka eru boðnar á sérstökum kjörum. Frekari upplýsingar má fá með því að hafa samband við söludeild, á netfangið
sala@puki.is eða í síma 561-7273.